HB Grandi hefur fest kaup á öllu hlutafé í Blámar ehf, á á 60 milljónir króna.

Blámar hefur sérhæft sig í útflutningi á fiskafurðum í neytendapakkningum. Kaupin liður í að styrkja markaðsstarf dótturfélaga HB Granda á Akranesi, Norðanfisks og Vignis G. Jónssonar að því er fram kemur í tilkynningu frá HB Granda sem barst eftir lokun markaða.

Fjallað var um stafsemi Blámar í Viðskiptablaðinu á síðasta ári . Þar kom fram að Blámar sendi sjávarafurðir til Hong Kong og fljótlega yrðu vörur fyrirtækisins komnar í 80 Irma-verslanir í Danmörku.