Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,6% og hefur hún lækkað um 3,59% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam 2,6 milljörðum og var mest öll veltan á skuldabréfamarkaði, en velta á hlutabréfamarkaði nam einungis 332,6 milljónum króna.

Gengi hlutabréfa útgerðarfélagsins HB Granda hélt áfram að lækka í dag, en það lækkaði um 2,5% í 47,4 milljón króna viðskiptum dagsins. Gengi bréfa félagsins hefur því lækkað um 6,57% það sem af er þessari viku. Einnig lækkaði gengi hlutabréfa Marels og Eikar fasteignafélags beggja um 1,18%. Mest viðskipti voru með bréf Marels í dag.