Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,36% í viðskiptum dagsins. Heildar velta með hlutabréf á aðalmarkaði, nam 1,4 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,14% í 4,2 milljarða króna veltu.

Úrvalsvísitölufélögin hækkuðu flest í dag. HB Grandi lækkaði þó um 1,63% í 4,2 milljón króna viðskiptum. Hver hlutur í sjávarútvegsfélaginu fæst nú á 30,25 krónur. Eimskip hækkaði um 0,49% í 15 milljón króna viðskiptum og er viðskiptaferð nú 307 krónur á hlut.

Hagar hækkuðu um 0,99% í 545 milljón króna viðskiptum og er viðskiptaferð bréfanna nú 50,80 krónur á hlut. Eftir lækkanir gærdagsins, hækkuðu Reitir og það um 1,21%. Heildarviðskipti dagsins námu 199,3 milljónum og fór verðið á bréfunum upp í 92 krónur.

Tryggingafélögin eru ekki hluti af úrvalsvísitölunni. Þau lækkuðu öll í viðskiptum dagsins, nema Tryggingamiðstöðin. Sjóvá lækkaði um 0,69% og stendur nú í 12,86 krónum á hlut. VÍS lækkaði um 1,20% og fæst hluturinn nú á 8,25 krónur. Tryggingamiðstöðin hækkaði aftur á móti um 0,81% og það í 84,4 milljón króna veltu.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 5,5 milljarða króna viðskiptum. Hlutabréfavísitala sjóðstýringarfélagsins hækkaði um 0,2%, en skuldabréfavísitala félagsins hækkaði einnig um 0,2%. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,04% í 0,1 milljarða króna viðskiptum.