Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,17% í 443 milljóna viðskiptum í dag. Almennt hefur verið rólegt í kauphöllinni og voru nánast einungis viðskipti með úrvalsvísitöluvélögin.

HB Grandi lækkaði um 1,99% og fer hver hlutur nú á 32 krónur. Síminn lækkaði um 1,58% og fást bréfin nú á 3,12 krónur á hlut. Hagar lækkuðu einnig í dag og það um 0,95%. Marel hækkaði hins vegar og það um 0,96%, gengi Marel er nú 262 krónur á hlut.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,06% í 1,2 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hlutinn hækkaði um 0,15% og óverðtryggði hlutinn lækkaði um 0,06%.

Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 0,01% og Skuldabréfavísitala þeirra um 0,07%.