HB Grandi hefur gengið frá lánssamningi þar sem félagið lánar dótturfélagi sínu, Grandi Limitada í Síle alls 8,014 milljónir dala. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu .

Fjárhæðin jafngildir rúmum milljarði íslenskra króna. Lánsfjárhæðin verður lánuð áfram til Deris S.A. í Síle, en Grandi Limitada er eignarhaldsfélag um 20% eignarhlut HB Granda í eignarhaldsfélaginu Deris.

Lánið mun bera 6 mánaða LIBOR vexti auk 3% álags. Láninu verður varið til fjárfestinga í sjávarútvegi í Síle.