*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 4. júní 2018 11:25

Deris S.A. selur fiskeldi

HB grandi á 20% hlut í fyrirtækinu Deris S.A. sem hefur nú selt fiskeldisfyrirtækið Salmones Frisour S.A.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eignarhaldsfyrirtækið Deris S.A í Chile hefur selt fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosour S.A. En HB grandi á 20% hlut í Deris S.A. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni. 

Bókfært verð eignar HB Granda í Deris S.A. var 24,5 milljónir evra í lok mars 2018 og þar af 15,7 milljónir evra vegna eignarhlutarins í fiskeldisfyrirtækinu. 

Deris hefur nú selt Salmones Frisour S.A. og var söluverðið 195 milljónir evra. 

Stikkorð: HB grandi