*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 26. janúar 2015 09:35

HB Grandi semur um búnað í nýja ísfisktogara

Samningar HB Granda við Skagann og 3X Technology hljóða samtals upp á 1.090 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

HB Grandi hefur samið við Skagann á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði um að setja upp nýjan vinnslu- og lestarbúnað í Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara sem fyrirtækið mun fá afhenta á árunum 2016 og 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Samningarnir hljóða samtals upp á 1.190 milljónir króna og mun vinna við uppsetninguna fara fram á Akranesi. 

„Um er að ræða tvo samninga, annars vegar um búnað á vinnsludekki og hins vegar um sjálfvirkt flutningakerfi kara. Með sjálfvirka flutningakerfinu þarf ekki lengur að vinna við að setja fisk í kör og ísa hann í lest togaranna. Lest skipanna verður því mannlaus. Flutningskerfið mun bæta vinnuaðstöðu sjómanna verulega, tryggja aukin gæði og lækka rekstrarkostnað. Búnaðurinn á vinnsludekki mun einnig bæta vinnuaðstöðu og tryggja betri meðhöndlun fisks, lifrar, hrogna og slógs, afkastamikla blóðgun og slægingu og betri kælingu,“ segir í tilkynningu.

Stikkorð: HB Grandi 3X Technology Skaginn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is