Stjórn HB Granda hefur ákveðið að ganga til samninga við spænsku skipasmíðastöðina Astilleros Armon Gijon S.A. um smíði á frystitogara á grundvelli tilboðs frá skipasmíðastöðinni að því er kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Þar kemur fram að samningsupphæðin mun liggja nærri 5 milljörðum króna og áætlað er að ef samningar gangi efti muni skipið verða afhent á árinu 2019. Nýverið sagði félagið frá því að togarinn hafi verið hannaður af Rolls Royce í Noregi og sé 81 metra langur og 17 metra breiður og hafi lestarrými fyrir um eitt þúsund tonn af frystum afurðum.