Undirbúningur vegna komandi síldar- og makrílvertíðar er í fullum gangi hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun starfsmanna í sumar og fram eftir hausti. Fastráðnir starfsmenn í frystihúsinu eru að jafnaði um 40 talsins en í sumar munu á annað hundrað manns taka þátt í fiskvinnslunni á staðnum, að því er kemur fram á vef Fiskifrétta .

Að sögn Magnúsar Róbertssonar vinnslustjóra skýrist þessi aukning m.a. af því að nú er verið að setja upp nýjan blástursfrysti sem stærsti makríllinn verður frystur í. Með því að flokka stærsta makrílinn frá og blástursfrysta fáist aukin verðmæti miðað við frystingu í pönnufrystunum sem fyrir eru.

,,Bara tilkoma blástursfrystisins kallar á 15 til 20 ný störf og þar fyrir utan þurfum við að bæta við um 40 störfum í sumar,“ segir Magnús Róbertsson.

Sjá nánar á vef HB Granda .