HB Grandi birti í dag uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung 2005. Tap félagsins á fjórðungnum nam 387 milljónum króna sem er umtalsvert meira tap en greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir.
Hún gerði ráð fyrir um 153 milljón króna tapi.

EBITDA framlegð var um 5,7% samanborðið við 11,3% framlegð á samatíma í fyrra.

Tekjur HB Granda voru um 2.254 milljónir króna, sem er töluvert minna en á síðasta ári, segir greiningardeildin og bendir á að það skýrst fyrst og fremst af óhagstæðu gengi krónunnar og aflabresti í kolmunna.