Ný streymisveita WarnerMedia , HBO Max, verður sett í loftið í lok maí. Þar með bætist enn eitt stórfyrirtækið við sem ákveður að gefa út eigin streymisveitu og gera tilraun til að velgja Netflix undir uggum. Mun áskrift að nýju streymisveitunni kosta 14,99 dollara á mánuði.

Fyrr í þessum mánuði fór Peacock ,  ný streymisveita Comcast , í loftið. Comcast er meðal annars móðurfélag NBCUniversal . Framleiðir fyrirtæki fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta á hverju ári. Þeir sem þegar eru áskrifendur að sjónvarpsstöðvum Comcast fá ókeypis aðgang að nýju streymisveitunni. Aðrir geta gerst áskrifendur fyrir 4,99 dollara á mánuði ef þeir sætta sig við að horfa á auglýsingar inn á milli en þeir sem vilja engar auglýsingar þurfa að borga 9,99 dollara.

Í nóvember á síðasta ári setti Disney sína eigin streymisveitu í loftið, sem nefnist Disney +. Áskriftin kostar 6,99 dollara á mánuði. Disney tilkynnti fyrir nokkru vikum að notendur streymisveitunnar væru orðnir fleiri en 50 milljónir.