HBOS hyggst sækja sér nýtt hlutafé fyrir fjóra milljarða punda til þess að styrkja eiginfjárstöðu bankans.

Aðalfundur bankans verður haldinn á morgun og er reiknað með að greint verði frá frekari afskriftum.

Talið er líklegt að bankinn komi til með að færa niður skuldabréf og skuldabréfavafninga um þrjá milljarða punda.

Eiginfjárþáttur  nam 5,7% sem er með því lægsta sem þekkist í evrópska bankageiranum.

Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum Kaupþings.