Eitt þeirra sprota-, eða frumkvöðlafyrirtækja sem er með aðsetur í Eldey í Ásbrú á Keflavíkurflugvelli er HBT hf. Það hóf formlega fjöldaframleiðslu á rafbjögunarsíum fyrir alþjóðlegan markað í maí þó að fyrirtækið hafi vart verið meira en hugmynd fyrir fáeinum mánuðum. Jóhann R. Benediktsson, framkvæmdastjóri HBT og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir í Viðskiptablaðinu í dag ekki nokkurn vafa á því að fyrirtækið eigi eftir að verða mjög öflugt.

"Í síðasta mánuði gerðum við sölu- og dreifingarsamninga við þrjá aðila í Bandaríkjunum, Kanada og Noregi fyrir hundruð milljóna króna. Áhuginn er gríðarlegur."

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.