*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 24. október 2014 14:43

Héðinn hagnaðist um 273 milljónir

Eignir Héðins námu rúmlega 1,7 milljörðum króna í lok árs 2013, en skuldir voru tæpar 700 milljónir.

Ritstjórn
Guðmundur Sveinsson, framkvæmdastjóri Héðins.
Hörður Kristjánsson

Málmiðnaðar- og véltæknifyrirtækið Héðinn hf. hagnaðist um rúmlega 273 milljónir króna í fyrra, en árið 2012 nam hagnaðurinn 530 milljónum.

Eignir félagsins námu rúmlega 1,7 milljörðum króna við lok ársins og höfðu aukist um 287 milljónir milli ára. Skuldir félagsins námu tæplega 700 milljónum króna í árslok. Handbært fé í lok ársins var 728 milljónir króna, en var 454 milljónir árið 2012.

36 hluthafar áttu í félaginu við lok árs, sá stærsti RGI fjárfestingafélag, sem átti 45%. Stjórn félagsins ákvað að 75 milljónir króna yrðu greiddar í arð til hluthafa, en ef aðstæður leyfa mætti greiða 75 milljónir til viðbótar.

Guðmundur Sveinsson er framkvæmdastjóri Héðins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is