Málmiðnaðar- og véltæknifyrirtækið Héðinn hf. hagnaðist um rúmlega 273 milljónir króna í fyrra, en árið 2012 nam hagnaðurinn 530 milljónum.

Eignir félagsins námu rúmlega 1,7 milljörðum króna við lok ársins og höfðu aukist um 287 milljónir milli ára. Skuldir félagsins námu tæplega 700 milljónum króna í árslok. Handbært fé í lok ársins var 728 milljónir króna, en var 454 milljónir árið 2012.

36 hluthafar áttu í félaginu við lok árs, sá stærsti RGI fjárfestingafélag, sem átti 45%. Stjórn félagsins ákvað að 75 milljónir króna yrðu greiddar í arð til hluthafa, en ef aðstæður leyfa mætti greiða 75 milljónir til viðbótar.

Guðmundur Sveinsson er framkvæmdastjóri Héðins.