Hildur Ársælsdóttir, nýráðin markaðsstjóri Bioeffect, dótturfyrirtækis ORF Líftækni, segist ekkert hafa verið á leiðinni að flytja aftur heim þegar forstjórinn hringdi í hana og bauð henni í heimsókn að skoða fyrirtækið.

„Þegar ég sá hvað Bioeffect er að gera var ég bara kolfallin, ég hef ekki séð jafnflott fyrirtæki og vissi bara að ég vildi verða partur af þessu,“ segir Hildur sem hringdi beint í manninn sinn sem er danskur sem samþykkti að flytja hingað til lands ásamt 9 mánaða syni þeirra.

„Í dag erum við með níu vörur, en aðalvaran er svokallað EGF Serum, sem borið er á hreina og þurra húð kvölds og morgna, en það hefur farið sigurför um heiminn. Ég hef ekki áður séð séð vörumerki sem er á sínu sjötta aldursári ná jafnflottum árangri, en vörumerki sem hafa verið á markaði í 20 ár gætu bara látið sig dreyma um þennan árangur.“

Hildur hefur haft áhuga á snyrtivörugeiranum frá unga aldri. „Þegar ég var lítil þá voru mínir krakkaleikir að blanda saman kremum frá mömmu, setja ilmvötn í þau og selja í gervibúðinni minni til vina,“ segir Hildur en fyrsta skref hennar var að fara í förðunarnám þegar hún var 17 ára.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .