Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar telur að stjórnarmyndunarviðræður hefðu gengið betur ef Framsóknarflokkurinn hefði fengið að koma að borðinu. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun.

Í þættinum sagði Sigurður að hann upplifði stöðuna eins og einskonar tómarúm, búið væri að reyna til þrautar ákveðnar leiðir. Hann sagðist ekki hafa skýringar á því hversvegna aðrir flokkar hafi ekki leitað samstarfs við Framsóknarflokkinn, enginn fulltrúar flokkanna hefðu útskýrt fyrir honum hversvegna það væri.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður flokksins, vakti síðan mikla athygli um helgina þegar hann reiddist fréttamanni RÚV þegar hann spurði hann um fjarvistir hans frá störfum Alþingis. Gekk hann útúr viðtalinu og lýsti því síðar yfir að þráhyggja „SDG hóps“ inna RÚV væri að ágerast.

„Fréttamaður RÚV rudd­ist inn í hundrað ára af­mæl­is­veislu með dóna­skap og fram­göngu sem ég hef ekki kynnst oft af hálfu frétta­manna,“ ritaði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, á Face­book-síðu sína.