Mick Jagger, stofnandi og söngvari bresku rokkhljómsveitarinnar The Rolling Stones, segir það hugsanlega hafa verið ánægjulegt að vera kennari. Hann hafði það í bígerð áður en bandið sló í gegn fyrir rúmri hálfri öld síðan. Jagger var í viðtali við BBC í dag og sagði m.a. að á unglingsárum hafi hann ætlað að verða annað hvort stjórnmálamaður eða blaðamaður.

Hann viðurkenndi í viðtalinu að þrátt fyrir æskudraumana sé hann harla ánægður með feril sinn.

VIðtalið var tekið í tengslum við hálfrar aldar afmæli The Rolling Stones sem bandið fagnar með röð tónleika. Hljómsveitin mun m.a. kokm fram í fyrsta sinn á Glastonbury-hátíðinni um helgina.