Á morgun verður hafist handa við að flytja tæki og búnað úr Fnjóskadal yfir í Eyjafjörð til að hægt sé að byrja að sprengja þeim megin sem fyrst. Tólf dagar eru síðan hætt var að sprengja í Vaðlaheiðargöngum vegna vatnsæðar sem var opnuð í göngunum Fnjóskadalsmegin, að því er segir á fréttavef RÚV.

Um þessar mundir streyma 440 sekúndulítrar úr berginu sem hafa fyllt göngin að nokkru leyti af vatni. Vatnið er 6,8 gráðu heitt.

Áhersla er lögð á að hefja framkvæmdir Eyjafjarðarmegin sem fyrst, en framkvæmdir þar stöðvuðust þegar heitt vatn byrjaði að flæða í göngin. Ekki er hægt að spá fyrir um hvenær framkvæmdum verður lokið.