*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 30. maí 2018 19:14

Hefja meirihlutaviðræður í Reykjavík

Samfylkingin, Viðreisn, Vinstri græn og Píratar hyggjast kynna samstarfssáttmála fyrir 19. júní.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hyggjast hefja formlegar meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun. Oddvitar flokkanna hafa rætt saman á óformlega að undanförnu.

Tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í viðræðunum. Markmiðið er að samstarfssáttmáli nýs meirihluta liggi fyrir í góðum tíma fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýrrar borgarstjórnar þann 19. Júní.

Trúnaður mun ríkja um viðræðurnar en niðurstöður þeirra verða kynntar þegar þær liggja fyrir að því er kemur fram í tilkynningu.

Flokkarnir fengu 12 af 23 fulltrúa kjörna í borgarstjórn. Samfylkingin fékk sjö fulltrúa, Viðreisn og Píratar tvo og Vinstri græn einn.