Embætti Héraðssaksóknara hefur hafið rannsókn á meintum gagnaleka um fjármálaumsvif dómara til fjölmiðla, þar sem talið er að málið varði brot á lögum um bankaleynd. Frá þessu er greint á Ruv.is.

Málið lítur að viðskiptum sem nokkrir dómarar í Hæstarétti áttu með hlutabréf í Glitni fyrir hrun, en ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum í byrjun desember.

Fjármálaeftirlitið tók málið til meðferðar og fyrir um mánuði síðan sendi eftirlitið kæru til embættis Héraðssaksóknara. Í samtali við Ruv staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, að kæra hafi borist og að málið sé komið til meðferðar hjá embættinu.