Nike hefur ákveðið að koma til móts við arabískar íþróttakonur, sem þurfa að klæðast Hijab slæðum.

Varan mun bera nafnið "Nike Pro Hijab" og er eins og nafnið gefur til kynna slæða og verður hluti af Nike Pro línunni.

Þróun slæðunnar hefur tekið allt að 13 mánuði, en stefnt er að því að hefja sölu á henni árið 2018.

Slæðan er framleidd úr léttu svörtu polyester efni og ætti að anda betur en hefðbundnar slæður.

Varan hefur vakið mikla athygli á netinu, en sumum finnst óljóst hvers konar boðskap Nike sé að senda út á við.

Stuðningsmenn vörunnar telja hana þó skapa tækifæri fyrir ungar íþróttakonur í miðausturlöndum, til þess að stíga í sviðsljósið.