Ís­lenska fé­lagið Corip­harma hóf í dag sölu á floga­veiki­lyfinu Esli­car­bazepine sem er fyrsta sam­heita­lyfið sem fé­lagið þróar Þetta kemur fram í til­kynningu.

Corip­harma selur lyfið í sam­starfi við stórt evrópskt sam­heita­lyfja­fyrir­tæki sem mun sjá um markað­ssetningu lyfsins í Þýska­landi. Í fram­haldinu mun Esli­car­bazepine verða markaðs­sett víðar þar sem Corip­harma hefur sótt um markaðs­leyfi og tryggt sam­starfs­samninga fyrir lyfið í öllum helstu Evrópu­löndum.

Vörusalan markar tíma­mót í rekstri fé­lagsins þar sem Esli­car­bazepine er fyrsta sam­heita­lyfið sem þróað er af Corip­harma. Fyrir­tækið vinnur nú að lyfja­þróun og skráningu á 16 öðrum sam­heita­lyfjum sem munu fara á markað á næstu árum.

„Okkar fyrsta af­hending af sam­heita­lyfinu Esli­car­bazepine er gríðar­lega mikil­vægur á­fangi fyrir Corip­harma og er í takt við þann mikla metnað sem ríkir hjá starfs­fólki fé­lagsins. Verk­efnið var krefjandi en það var ein­stak­lega á­nægju­legt að finna fyrir trausti er­lendra sam­starfs­aðila og ekki síður að finna að á­ætlanir okkar um markaðs­hlut­deild í Evrópu eru að raun­gerast. Þessi á­fanga­sigur mun gefa okkur byr undir báða vængi fyrir næstu verk­efni fé­lagsins," segir Jónína Guð­munds­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Corip­harm, í til­kynningu.

Corip­harma er ís­lenskt sam­heita­lyfja­fyrir­tæki sem byggir á grunni lyfja­þróunar og fram­leiðslu á Ís­landi, en fé­lagið tók fyrir nokkrum árum yfir verk­smiðju og þróunar­einingu Acta­vis/Teva í Hafnar­firði. Fé­lagið sér­hæfir sig í þróun, fram­leiðslu og sölu sam­heita­lyfja á­samt því að sinna verk­töku­fram­leiðslu fyrir önnur lyfja­fyrir­tæki. Í dag starfa um 130 manns hjá Corip­harma.