Álframleiðandinn Rio Tinto er nálægt því að hefja söluferli á Álverinu í Straumsvík ásamt fleiri eignum fyrirtækisins að nýju eftir að norska álfyrirtækið Norsk Hydro hætti við kaupin . Þetta kemur fram á vef Reuters .

Eignirnar sem eru til sölu hafa samtals verið metnar á um 350 milljónir dollara og hefur fyrirtækið fengið franska fjárfestingabankann Natixis til að hjálpa fyrirtækinu við söluferlið. Þetta kemur fram á vef Reuters .

Ástæðan fyrir því að Norsk Hydro hætti við kaupin er sögð vera sú að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki heimilað kaupin en Hydro er umsvifamikið fyrirtæki á álmarkaði.

Meðal eignanna sem eru til sölu er 53% hlutur í þýsku anóðuframleiðslufyrirtæki sem og helmingshlutur í sænskri flúorverkssmiðju, en bæði flúor og anóður eru framleiðsluþættir í framleiðslu á áli.

Franski fjárfestingabankinn Natixis hefur verið að hjálpa Rio Tinto við söluferlið. Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna á Rússland hafa haft áhrif á framboð af áli en heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um 21% síðan í byrjun þessa árs.