Leikjafyrirtækið CCP Games, er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fær vottun frá Great Place to Work, alþjóðlegri stofnun um vinnustaðamenningu, sem hefur hafið starfsemi hér á landi.

„Að fá þessa viðurkenningu hjálpar okkur að halda áfram að gera enn betur í að laða að besta fólkið og að skapa ákjósanlegt starfsumhverfi fyrir það, til þess að styrkja CCP sem eina heild," segir Hilmar  V. Pétursson forstjóri CCP.

„Þegar fólk hugsar um frábæran vinnustað, hugsar það oft um forréttindi, skrautlegt skemmtanahald og ótrúleg fríðindi,” segir Dr. Gonzalo Shoobridge, yfirmaður Great Place to Work á Íslandi. „En lykillinn að því að skapa frábæran vinnustað felst ekki í stöðluðum fríðindum starfsfólks heldur í að byggja upp fyrsta flokks tengsl á vinnustaðnum. Traust er það sem einkennir frábæra vinnustaði,” segir Shoobridge.

Það er skapað með trúverðugleika stjórnenda og þeirri virðingu sem starfsmenn telja sig fá.” Að skapa vinnustaðamenningu sem byggir á trausti milli æðstu stjórnenda, millistjórnenda og annarra starfsmanna er ekki bara rétt nálgun heldur skapar hún líka mesta samkeppnisforskot fyrirtækis. Á grundvelli æ fleiri vísbendinga veit Great Place to Work að þau fyrirtæki sem skapa traust og áhuga starfsmanna skila sjálfbærum og framúrskarandi rekstrarárangri,“ bætir Shoobridge við

„„Endurgjöfin sem við fengum frá starfsfólki okkar og lærdómurinn sem við drógum af niðurstöðum kannanna hafa nú þegar nýst gríðarlega vel í því að varpa ljósi á dulin vandamál og það sem vel er gert,“ segir Erna Arnardóttir, mannauðsstjóri CCP.

Vinna úr gögnum frá tíu þúsund fyrirtækjum

„Takmark okkar er að komið sé vel fram við alla starfsmenn og að þeir finni fyrir eldmóði og áhuga þegar þeir eru í vinnunni,” segir Benedict Gautrey framkvæmdastjóri Great Place to Work. „Vinnustaðamenning Íslands er rómuð alþjóðlega fyrir framsækna nálgun og stefnu, allt frá kynjajafnrétti til sterkra félagslegra réttinda og fyrir frumlega nálgun á fyrirtækjarekstur. Nú getum við nýtt sérfræðiþekkingu okkar til að mæla þetta og vekja verulega athygli á íslenskum fyrirtækjum, ekki bara á Íslandi heldur líka alþjóðlega. Ég er viss um að með samstarfi við íslensk fyrirtæki verði stefnt hærra og að fyrirtæki víðsvegar um heim verði þannig hvött til að læra og halda áfram að bæta daglegt líf starfsfólks síns.”

Great Place to Work nýtir gögn og þekkingu frá meira en 10.000 fyrirtækjum af öllum stærðum, árlega, til að setja viðmið um traust. Það notar kannanir til að greina hvernig starfsfólk hugsar og því líður og við að greina meginviðfangsefni sem þarf að takast á við til að skapa jákvæðar og veigamiklar breytingar. Á meðal fyrirtækja með vottunina eru DHL, Cisco, Hilton og Adobe.