Vinna hófst í dag við niðurrif og endurbyggingu á stjórnarráðsbyggingum sem skemmdust í hryðjuverkaárás Anders Behring Breivik í Osló fyrir þremur árum síðan.

Verkefnið er hið stærsta og dýrasta sinnar tegundar í sögu Noregs. Mikil uppbygging mun eiga sér þar stað á næstu árum og stjórnvöld ákváðu meðal annars að byggja upplýsingamiðstöð um hryðjuverkaárásirnar þann 22. júlí 2011.

Vinnan sem hófst í dag er aðeins fyrsti hluti uppbyggingarinnar, en í vetur verður haldin samkeppni um útlit á nýju byggingunum.