Flestir eru sammála um að gjaldeyrishöftin séu einn helsti myllusteinn íslensks efnahagslífs og jafnframt eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna að aflétta þeim.

Það er því nánast einkennilegt hve lítið fjölmiðlar fjalla um þau, en oftast þegar þau ber á góma er verið að fjalla um afleiðingar þeirra fremur en höftin sjálf. Greina má nokkrar árstíðasveiflur og í aðdraganda alþingiskosninganna í vor jókst umræðan eilítið, en skrapp svo skjótt saman aftur.

Ber það e.t.v. vott um að hábölvuð sem höftin kunna að þykja, að þá sætti þorri manna sig við orðinn hlut, að þau sé séu eins og veðrið: óbærileg en óumflýjanleg?