Lækkunin í norrænum kauphöllum hefur talsverð áhrif á hlutabréfastokka íslenskra fjárfesta sem gefur að skilja en þeir hafa verið mjög iðnir við að fjárfesta þar. Líklegt er að fyrsta kastið geti þetta haft mest áhrif á FL Group, Straum Burðarás og hina íslensku bankanna.

Þess má geta að bréf TradeDoubler lækkuðu um 3,98%. Bréf Carnegie um lækkuðu um 3.04. Bréf Nordea Bank lækkuðu um 2.48 en íslensku bankarnir eru fyrir ferðamiklir þar. Bréf Sampo lækkuðu um  -0.79.

Þá má geta þess að bréf deCODE opnuðu með lækkun eftir tæplega 10% hækkun í gær. Bréf félagsins hafa lækkað um 4,5% það sem af er degi. Þá má get aþess að bréf bandaríska flugfélagsins AMR hafa lækkað um 0,9%.