Ekki liggur fyrir hvað Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri OR og REI, tekur sér næst fyrir hendur, en hann segist hafa áhuga á að koma að stofnun nýs orkufyrirtækis hér á landi.

„Ég hef náttúrlega verið að velta fyrir mér að fara út í eitthvað slíkt, en það liggur ekki fyrir nein dagsetning eða staðsetning hvað það varðar.“ Guðmundur segir að þau gögn sem hann tók með sér frá Orkuveitunni myndu ekki gagnast sér við stofnun orkufyrirtækis, en Guðmundur lét af störfum hjá Orkuveitunni í lok maí eins og kunnugt er.

Fjórir starfsmenn REI sögðu upp í síðasta mánuði vegna óvissu um framtíð REI.

Samkvæmt upplýsingum frá OR er gert ráð fyrir því að gengið verði frá ráðningu nýrra manna í þeirra stað á næstunni.