Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti áhyggjum sínum af framtíð Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri í umræðum um störf Alþingis í dag.

Hún sagði að í kjördæmaviku í vikunni sem leið hafi framsóknarmenn haldið marga fundi í sínum kjördæmum. Í norðvesturkjördæmi hafi málefni skólans borið upp á öllum fjórtán fundunum sem voru haldnir. Margir hafi lýst skoðunum sínum á stöðu skólans

„Ekki er hægt að skera meira niður án þessa að það komi niður á náminu,“ sagði Jóhanna María og hvatti til þess að það yrði sótt fram.