Ray Dalio stofnandi og stjórnarformaður stærsta vogunarsjóðs í heimi segist hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem blasir við í stjórnmálum heimsins. Segir hann í pistli sínum sem hann birti á LinkedIn á föstudag að við honum blasi svipuð heimsmynd og sást síðast á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld.

Segir Dalio að „undir venjulegum kringumstæðum hafi stjórnmál og efnahagsmál áhrif á hvort annað þar sem efnahagsmál séu frekar drifkraftur á bak við það sem gerist í stjórnmálum heldur en öfugt. Þ.e. slæm staða í efnahagsmálum leiði til breytinga á sviði stjórnmálanna og venjulega þurfi ekki að taka mikið tillit til stjórnmála til að átta sig á stöðunni í efnahagsmálum og á mörkuðum. Hins vegar koma tímabil þar sem stjórnmál verður aðal drifkrafturinn. Sagan hefur sýnt okkur að á tímum þegar mikil togstreita er í efnahags-, félags- og stjórnmálum komi fram popúlískir leiðtogar sem berjist fyrir hinn venjulega mann í baráttunni gegn elítunni.”  Segir vogunarsjóðsstjórinn að þessar aðstæður séu til staðar núna í fyrsta sinn frá því á fjórða áratug síðustu aldar.

Segir hann einnig í pistlinum á frá síðasta föstudegi: „Á síðustu 24 klukkutímum höfum við fylgst með þróun mála varðandi James Comey fyrrverandi forstjóra FBI og í Bretlandi er enginn flokkur með hreinan meirihluta auk þess sem möguleiki er á því að vinstri sinnaður popúlisti geti mögulega komist til valda.“  Bætti hann því við að þessi þróun mála gefi til kynna að aukinn hætta sé á því pólitísk átök muni færast í aukanna sem muni leiða til minni skilvirkni stjórnvalda í Bandaríkjnunm og Bretlandi á tímum þar sem stjórnvöld standa frammi fyrir stórum áskorunum.