Greiningardeild KB banka veltir því fyrir sér í Hálffimm fréttum í dag hvort álverð hafi náð hámarki. Verð á áli og ýmsum öðrum málmum hefur lækkað undanfarinn mánuð og nemur lækkun álverðs frá 11. maí 11%.

Undanfarin fimm ár hefur verð á málmum farið ört hækkandi, meðal annars vegna mikilar eftirspurnar frá stækkandi hagkerfum Kína og Indlands.

Nú eru ýmsir sérfræðingar hinsvegar á því máli að hækkandi vextir víða um heim muni draga úr eftirspurn eftir málmum og þar með talið áli. Evrópski Seðlabankinn hækkaði í dag vexti í þriðja sinn síðan í desember síðastliðnum og búist er við stýrivaxtahækkun Seðlabanka Bandaríkjanna sé á næsta leiti segir í Hálffimm fréttum.