Shannon Lee, dóttir leikarnas og kungfu hetjunnar Bruce Lee hefur lögsótt kínverska skyndibitakeðju vegna notkunnar á ímyndarrétti. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC .

Shannon rekur fyrirtækið Bruce Lee Enterprises, en það telur að skyndibitakeðjan Real Kungfu hafi notað mynd af Bruce Lee á leyfis í vörumerki sitt án leyfis. Gerir fyrirtækið kröfu um að skyndibitakeðjan fjarlægi Bruce Lee úr vörumerki sínu en fer jafnframt fram á 30 milljón dollara skaðabætur.

Real Kungfu telur aftur á móti að keðjan hafi fegnið leyfi fyrir vörumerki sínu frá yfirvöldum. Vörumerkið sýnir mann í bardadaga stellingu en óhætt er að segja að töluverð líkindi eru milli mannsins og Bruce Lee.

Real Kongfu, eða Zhen Gongfu á mandarín, var stofnað árið 1990 og er með yfir 600 staði í Kína. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins kemur lögsóknin þeim á óvart enda hefur verið notast við áðurnefnt vörumerki í yfir 15 ár.