Yfirtökutilboð norska félagsins Fredensborg AS í leigufélagið Heimavelli lauk í gær. Eignarhlutur Fredensborg mun nema um 98,25% af heildarhlutafé Heimavalla eftir uppgjör viðskipta eða um 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum, samkvæmt tilkynningu leigufélagsins til Kauphallarinnar í morgun .

Alls tóku 242 hluthafar tilboðinu sem áttu samtals 2.735.828.198 hluti í Heimavöllum, eða sem nemur 24,32% hlutafjár í félaginu.

Í mars síðastliðnum bárust fréttir um að norska félagið Fredensborg AS hefði gert yfirtökutilboð upp á 17 milljarða króna í leigufélagið , þar sem hluthöfum buðust 1,5 krónur fyrir hvert bréf í félaginu, sem var töluvert yfir hlutabréfaverði félagsins mánuðina þar áður.

Fredensborg og stjórn Heimavalla hafa ákveðið að beita svokölluðum innlausnarrétti, og mun hluthöfum Heimavalla sem innlausnin tekur til, send tilkynning um innlausnina á næstu dögum.

Innlausnarverðið er 1,5 krónur fyrir hvern hlut í Heimavöllum. Er um að ræða sama verð og Fredensborg bauð hluthöfum Heimavalla í yfirtökutilboðinu sem lauk í gær.

Hér má sjá frekari fréttir um Heimavelli og markaðinn fyrir íbúðaleigufélög: