ZEW væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði óvænt í júni og lækkaði evran um 0,2% gagnvart bæði Bandaríkjadal og sterlingspundi í kjölfarið.

Væntingavístilan lækkaði niður í 20,3 í júní, en 24,0 í maí, en þetta er fyrsta skiptið sem hún lækkar á síðustu sex mánuðum. Greiningaraðilar höfðu hinsvegar spáð því að hún mældist 29,0 í júní. Vísitala sem mælir viðhorf til núverandi efnahagsástands Þýskalands hækkaði hinsvegar og mældist 88,7, en Þýskaland er stærsta efnahagssvæði evruríkjanna.

Greiningaraðilar segja að þessar upplýsingar muni hafa litla þýðingu fyrir peningamálastefnu evrópska seðlabankans. "Seðlabankinn mun ekki sjá neina ástæðu til að breyta efnahagsspá sinni og spáum við áfram hækkun stýrivaxta upp í 4,25% í september," segir Erik Sonntag, greiningaraðili hjá ING Financial Markets. Stuart Bennett, greiningaraðili Calyon tók í sama streng: "Þó að niðurstöður júnímánaðar hafi verið undir væntingum, er þriggja mánaða meðaltalið ennþá sterkt. Örlítil samdráttur í væntingavísitölunni þýðir ekki að meiriháttar hættur séu yfirvofandi í þýska efnahagskerfinu."