*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Innlent 9. júlí 2016 10:21

Hefur ekki áhrif á stöðu fyrirtækisins

Ársreikningaskrá krafði Jarðboranir um leiðréttingu á ársreikningi.

Ritstjórn

Í kjölfarið af skoðun á ársreikningi Jarðborana fyrir 2014, þar sem í ljós komu frávik frá stöðlum ákvarðaði ársreikningaskrá að félagið skyldi birta viðbótarupplýsingar þar sem fram kæmi hver fjárhagsleg áhrif á reikningsskil félagsins voru ásamt því að leiðrétta í reikningum ársins 2015.

Óafur Þór, stjórnarformaður Jarðborana, segir að ástæða viðbótarupplýsinga fyrir árið 2014 hafi verið fjárhagsleg endurskipulagning sem m.a. fól í sér niðurfellingu skulda.

„Við frágang ársreiknings árið 2014 var það ákvörðun stjórnar að færa þessi áhrif inn í ársreikninginn það ár. Í framhaldinu kom fylgdi umrædd ákvörðun. Við erum ekki sammála henni en stundum þarf maður að beygja sig. Þetta hefur engin áhrif á fjárhagsstöðu okkar eins og hún er í dag eða eins og hún birtist í ársreikningi 2015.“