Sú aðgerð að heimila skattgreiðendum að njóta skattfrjáls séreignarlífeyrissparnaðar til þess að greiða niður fasteignalán mun hafa áhrif á afkomu sveitarfélaga vegna þess að tekjur af útsvari munu lækka.

Þannig greindi RÚV frá því í byrjun febrúar að Reykjavíkurborg gæti tapað um 7 milljörðum króna vegna úrræða sem fela í sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar. Borgarráð telur eðlilegt að ríkið bæti borginni skaðann. Önnur sveitarfélög munu einnig verða af tekjum.

Frumvörp um skuldaniðurfellingar og séreignarlífeyrissparnaðinn voru kynnt í ríkisstjórn í morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að málið hafi verið kynnt fulltrúum sveitarfélaganna