Það eru skýjaborgir að hollensk fyrirtæki ætli að byggja risastórt gróðurhús í nágrenni Grindavíkur til ræktunar á tómötum sem það ætlar að flytja út til Bretlands, að mati Magnúsar Ágústssonar, garðgarðræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hann segist í samtali við Bændablaðið telja litlar líkur á að verkefni af þessu tagi geti borið sig. Honum finnst verst ef Grindvíkingar verði plataðir til að fara út í framkvæmdina.

Það er hollenska fyrirtækið Esbro sem lýst hefur yfir áhuga á að allt að 15 hektara gróðurhús í nágrenni Grindavíkur og rækta þar tómata til útflutnings. Kostnaður gæti numið allt að 6,5 milljörðum króna og um 125 ný störf orðið til. Samningar standa yfir á milli forsvarsmanna Esbro og birgja í Bretlandi um sölu á tómötunum.

Í Bændablaðinu er rifjað upp að fyrir tveimur árum var undirritaður samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Geogreenhouse ehf um uppbyggingu á stóru ylræktarveri til tómataframleiðslu í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Um áþekkt verkefni var að ræða og hjá Esbro. Ekkert varð úr þeim framkvæmdum.