Fyrsta fyrirtaka vegna uppboðs á jörðinni Felli í Hornafirði fer fram næstkomandi mánudag. Eystri bakki Jökulsárlóns tilheyrir jörðinni, en um er að ræða mjög vinsælan áfangastað ferðamanna. Á mánudaginn verður ákveðið hvenær uppboðið sjálft hefst, en líklegt er talið að það verði í sumar eða með haustinu.

Fyrirtakan átti að fara fram í marsbyrjun, en var frestað vegna veðurs. Um 30 aðilar eiga nú hlut í jörðinni og á meðal þeirra er Einar Björn Einarsson, eigandi fyrirtækisins Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf. Í febrúar sagðist Einar í samtali við Viðskiptablaðið vera að leita að aðilum til að fjármagna kaupin á jörðinni, en segist nú vera búinn að tryggja sér fjármögnun fyrir kaupunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér í fyrramálið. Meðal annars efnis í blaðinu:

  • Hærri húsaleigubætur eru tvíeggja sverð, og gætu leitt til hækkunar á leiguverði.
  • Áhyggjur þingmanna af auknum einkarestri grunnskóla sögð „óþörf íhaldssemi.“
  • Göran Persson segir stjórnmálamenn geta eyðilagt hagkerfið með óæskilegum afskiptum.
  • Leikendur og persónur í Al-thani málinu eru flest tengd endurupptökunefnd.
  • Grikkir þjóðnýta eignir sveitarfélaga.
  • Sértryggðum skuldabréfum er spáð stærra hlutverk.
  • Velta í gagnaversiðnaði ætti að tífaldast.
  • Týr fjallar um lífeyrisréttindi og starfsöryggi ríkisstarfsmanna, og Huginn & Muninn eru á sínum stað.
  • Óðinn fjallar um slitastjórnir.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira.