*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Erlent 5. júní 2020 11:25

Hefur framleiðslu á bóluefni

AstraZeneca segist geta framleitt 2 milljarða af bóluefni gegn COVID-19. Ekki er ljóst hvort lyfin virki sem skyldi.

Ritstjórn
Melinda og Bill Gates koma að framleiðslu AstraZeneca.
epa

Breska lyfjafyrirtækið, AstraZeneca, hefur nú hafið framleiðslu á bóluefni gegn kórónuvírusnum. Ekki er víst hvort bóluefnið muni virka sem skyldi, en fyrirtækið vill vera tilbúið til dreifingar um leið og niðurstöður liggja fyrir og hefur því hafið framleiðslu strax. Félagið hafði þegar í maí fengið 400 milljónir pantana af bóluefninu.

Ef bóluefnið virkar segist félagið geta boðið fram 2 milljarða skammta, eftir að hafa skrifað undir tvo samninga, annan við tvær heilbrigðisstofnanir, sem fjármagnað er af Bill og Melindu Gates. Hinn við Serum Institute of India (SII) sem er stærsti framleiðandi bóluefnis heims. Frá þessu greinir BBC.

Mikil fjárhagsáhætta fylgir verkefninu enda óljóst hvort lyfið muni virka eða ekki. Verkefnið er ekki rekið með hagnaðarsjónarmiði. Félagið hefur nú þegar samþykkt að helmingur bóluefnanna skuli fara til lágtekju- og millitekju landa.

Enn fremur hefur félagið samþykkt að veita Bandaríkjunum 300 milljónir sýna og Bretlandi 100 milljónir, fyrstu sendingarnar eru væntanlegar í september næstkomandi.

Stikkorð: Bill Gates bóluefni AstraZeneca