Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands (EBÍ) hefur greitt aðildarsveitarfélögum út ágóðahlut, rúma 3,5 milljarða króna, frá árinu 1998 þegar greiðsla ársins í ár er meðtalin en hún mun nema um 300 milljónum króna. Félagið tapaði 19 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 2,8 milljarða króna tap árið áður.

Þar munaði mestu að óinnleyst tap af verðbréfaeign dróst saman úr 3,5 milljörðum í 80 milljónir  króna. Heildareignir EBÍ, sem eru að stærstum hluta bundnar í skuldabréfum, eru um 3,5 milljarðar en eigið fé tæpir 2,7 milljarðar. Aðildarsveitafélögin eru þau sveitafélög sem höfðu samning um brunatryggingar fasteigna hjá Brunabótafélaginu er lög um eignarhaldsfélagið tóku gildi áirð 1994.