Bandaríski sportvöruframleiðandinn Under Armour, sem framleiðir íþróttafatnað af ýmsu tagi, hefur höfðað mál gegn sportvörurisanum Nike fyrir að hafa brotið gegn höfundarrétti Under Armour. Um er að ræða slagorðið „I Will“ (Ég mun), sem leikur stórt hlutverk í umfangsmikilli auglýsingaherferð Under Armour.

Fyrirtækið heldur því fram að Nike hafi stolið þessu slagorði og notað í eigið slagorð „I will protect my home court“ (Ég mun verja heimavöllinn minn).

Á síðasta ári nam velta Under Armour um 1,8 milljörðum dala, andvirði um 230 milljörðum króna. Velta Nike nam á sama tíma nam 25 milljörðum dala. Nike segist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu.