Fasteignafélagið MÆ Denmark sem er í eigu M.Æ eigna á Íslandi hefur keypt höfuðstöðvar KFD A/S í Vejen á Jótlandi, en félagið er dótturfélag Kraftvéla í Kópavogi.

Ævar Þorsteinsson, forstjóri Kraftvéla, segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að með þessum kaupum hafa fasteignir fyrir rekstur KFD A/S til lengri tíma verið tryggðar, bæði á Jótlandi og í Tune á Sjálandi, en þar á félagið einnig eign þar sem KFD er með aðstöðu. Þá er fyrirhugað að hefja byggingu á nýju húsnæði á Sjálandi, nánar tiltekið í Ringsted, en þar hefur M.Æ Denmark keypt lóð til að styrkja starfsemina á Sjálandi.