Utanríkisráðuneytiið hefur sent nefndarmönnum samninganefndar Íslands i aðildarviðræðum við Evrópumsambandið bréf þess efnis að nefndin, ásamt samningahópunum tíu og samráðsnefnd, hafi formlega verið leyst frá störfum. Í bréfinu, sem Fréttablaðið segir frá, tekur ráðuneytið þó fram að þetta þýði ekki að viðræðum hafi verið slitið.

Gunnar Bragi sagði fyrir fáeinum vikum í bréfi sem hann sendi meðal annars á fjölmiðla að hann væri að hugsa um að leysa samninganefndina og einstaka hópa frá störfum.