María Rut Kristinsdóttir hefur tekið við sem markaðsstjóri GOmobile, en um er að ræða nýtt fyrirtæki á markaðnum sem hefur sérhæft sig í rafrænu inneignarkerfi í samstarfi við Símann og alla færsluhirða á Íslandi. Kerfið gerir fólki kleift að safna peningum með símanum sínum á sjálfvirkan hátt, en samið hefur verið við fjöldann allan af fyrirtækjumþar sem unnt er að nýta sér þjónustuna.

María Rut er trúlofuð henni Ingileif Friðriksdóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu, og búa þær saman með syninum Þorgeiri Atla. „Hann verður sjö ára bara núna á laugardaginn, svo það er stórafmæli fram undan. Það verður því mikil gleði á heimilinu.“ Spurð um áhugamál segist María Rut svo heppin að vinnan sé hennar aðaláhugamál. „Ég sit stundum við á kvöldin þar sem ég er að pæla í samfélagsmiðlum og markaðsmálum, maka mínum til mikillar ánægju,“ segir María Rut og hlær. „En svona helsta áhugamálið fyrir utan það er að ég elska að berjast fyrir einhverju sem ég tel að þurfi að berjast fyrir. Ég er með ríka réttlætiskennd og mér finnst gaman að láta gott af mér leiða.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .