Þórarinn Gunnar Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, sat í vikunni sinn síðasta fund, í bili hið minnsta, sem nefndarmaður í peningastefnunefnd bankans.

Þórarinn hefur átt sæti í nefndinni frá því að henni var komið á fót árið 2009 og setið alls 89 fundi. Ástæða brotthvarfs Þórarins á þessum tímapunkti er sú að við sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, sem tekur gildi nú um áramótin, tekur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika sæti hans í nefndinni.