*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 26. febrúar 2018 11:01

Heiða Björg vill vera varaformaður áfram

Kosið verður um varaformennsku í Samfylkingunni á landsfundi flokksins sem haldinn verður 2. til 3. mars næstkomandi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Heiða Björg Hilmisdóttir, sem starfað hefur sem varaformaður Samfylkingarinnar síðasta árið, tilkynnir um áframhaldandi framboð embættið.

Tilkynning Heiðu Bjargar fer hér á eftir:

Kæru félagar og vinir.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til áframhaldandi starfa sem varaformaður Samfylkingarinnar, á landsfundi flokksins sem haldinn verður í lok þessarar viku.

Ég hef verið varaformaður Samfylkingarinnar í liðlega eitt ár og á þeim tíma hefur sannarlega gengið á ýmsu, bæði í íslenskum stjórnmálum og hjá flokknum okkar. Þetta hefur verið krefjandi tími, en afar gefandi, enda sjaldan skemmtilegra í stjórnmálum, en þegar samstaða og eindrægni rikir, árangur starfsins verður sýnilegur og hreyfingin eflist.

Ég er afar þakklát fyrir þennann tíma og það góða samstarf sem ég hef átt við Samfylkingarfólk um allt land og samverkafólk í forystu flokksins. Við eigum mikinn mannauð í Samfylkingunni.

En framundan eru einnig afar spennandi tímar; áframhaldandi uppbygging Samfylkingarinnar undir forystu Loga Einarssonar, sem lifandi hreyfingar jafnaðarfólks á Íslandi og mikilvægar sveitarstjórnarkosningar, þar sem jafnaðarfólk verður að sækja fram um allt land.

Ég er full bjartsýni á framhaldið og ég veit að hreyfing jafnaðarfólks á mikil sóknarfæri. Ég vill leggja mitt af mörkum til að við nýtum þau færi og óska því eftir áframhaldandi umboði sem varaformaður Samfylkingarinnar á komandi landsfundi.

Sjáumst sem flest á landsfundi - frelsi, jafnrétti, samstaða!