*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 26. ágúst 2015 09:59

Heiða Kristín býður sig ekki fram til formanns

Heiða Kristín Helgadóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns Bjartrar framtíðar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heiða Kristín Helgadóttir ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns hjá Bjartri framtíð. Tilkynnti hún þetta á Twitter fyrir stundu.

Þar segir hún að breytingarnar sem flokkurinn gangi nú í gegnum snúist ekki um hana eða hennar metnað heldur um það að flokkurinn geti endurvakið áhuga kjósenda. Hún ætli að leggja því verkefni lið með því að taka sæti á Alþingi í haust í fæðingarorlofi Bjartar Ólafsdóttur.

Heiða Kristín segist vilja sjá konu í formannsembætti flokksins.

Tilkynning Heiðu Kristínar:

„Ég hef ákveðið að bjóða mig ekki fram til formanns Bjartrar framtíðar. Breytingarnar sem BF er að ganga í gegnum snúast ekki mig eða minn metnað heldur um það að flokkurinn geti endurvakið áhuga kjósenda og fundið neistann sem þarf til að hrífa aðra með. Metnaður minn liggur í því að leggja því verkefni lið og ég met stöðuna þannig að það verði best gert með því að ég taki sæti á Alþingi í haust í fæðingarorlofi Bjartar Ólafsdóttur og veiti nýrri forystu stuðning til góðra verka. Þar vil ég sjá konu fremsta meðal jafninga.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is