Það var líflegt á stofnfundi Bjartrar framtíðar í Reykjavík í dag. Þar tilkynnti Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, að hún myndi halda áfram að skipuleggja starf flokksins á nokkrum stöðum. Ljóst er að flokkurinn mun stilla upp listum í Reykjavík og í Hafnarfirði.

Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, sagði á fundinum að hann hefði áhuga á því að bjóða sig fram á lista og að hann héldi öllu opnu. Tilgangurinn með því að breyta Besta flokknum í Bjarta framtíð væri að opna flokkinn og fá fleiri til liðs við hann. Besti flokkurinn væri klíka.