Heiðar Austmann hefur verið ráðinn rekstrar- og markaðsstjóri hjá Fjörefli sem rekur meðal annars Skemmtigarðinn í Grafarvogi.

Heiðar Austmann starfaði á útvarpsstöðinni FM957 frá 1998 sem dagskrárgerðarmaður og dagskrárstjóri en hann hætti þar 1 september 2014.

Fjörefli er fimmtán ára gamalt fyrirtæki sem meðal annars stóð fyrir því að koma paintball til Íslands á sínum tíma. Fyrirtækið stendur fyrir viðburðum nánast daglega, hvort sem um er að ræða paintball, hópefli hjá fyrirtækjum og skólum, lasertag eða annað.