Samtök um sjálfbær viðskipti á norðurslóðum sem Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar leiðir gagnrýna að Nike og fleiri félög hafi heitið því að sigla ekki með varning í gegnum norðurheimskautið.

Til að bregðast við misskilningi um ástandið á heimskautasvæðinu hafa samtökin því sett á fót skrá yfir 8.000 núverandi og áætlaða innviði á heimskautasvæðinu sem leið til að upplýsa hagaðila og stefnumótunaraðila.

Þetta kemur fram á vef samtakanna Norðurslóða viðskiptaráðsins (Arctic Economc Council) sem er sjálfstæð samtök um viðskiptasambönd og sjálfbæra þróun á norðurslóðum sem Norðurskautsráðið (Arctic Council) kom á fót undir formennsku Kanada á árunum 2013 til 2015.

Heiðar er stjórnarformaður samtakanna sem segja misskilnings gæta um stöðu heimskautasvæðisins sem þurfi einmitt á sjálfbærri efnahagslegri þróun að halda, ekki hindrun á fjárfestingum og innviðauppbyggingu.

Heiðar segir aðaláskorunina fyrir uppbyggingu sjálfbærra verkefna á norðurslóðum vera skort á upplýsingum um fjárfestingar á svæðinu, sem hafi náð besta árangrinum einmitt í því að tryggja að uppbyggingin sé gerð á sjálfbæran hátt.

„Til dæmis skrifuðu Nike og fleiri fyrirtæki undir heimskautsflutningsheit á síðasta ári þar sem þau lofuðu að flytja aldrei neinar vörur í gegnum heimskautasvæðið, jafnvel þó það hafi minni áhrif á umhverfið en flutningur í gegnum hefðbundnar leiðir,“ er haft eftir Heiðari á vef samtakanna.

„Á þessu ári, hafa þónokkrir alþjóðlegir bankar skrifað undir heiti um að þau muni ekki fjármagna olíu, gas, og kolaorkuverkefni á Norðurskautinu, jafnvel þó þau hafi sýnt besta árangurinn í sjálfbærri uppbyggingu. Þess vegna þegar AEC er að reyna að eiga í alvöru viðræðum við hagaðila þá þurfum við upplýsingar sem eru hönd á festandi og auðveldar að nálgast, eins og Norðurslóðainnviðaskrána.“

Heiðar leggur áherslu á að Norðurslóðaviðskiptaráðið noti sérstaka fjárfestingarleiðarvísi í fjárfestingum á svæðinu sem sé tól fyrir fyrirtæki og fjárfesta til að stuðla að sjálfbærum samfélögum og fyrirtækjum á heimskautasvæðinu.

Leiðarvísirinn festi í sessi nauðsyn þess að virða samfélög á svæðinu, vernda umhverfið, nýti sjálfbær og gegnsæjar starfsaðferðir, bestu mögulegu þekkingu og hvetji til samstarfs yfir heimskautasvæðið.

„Ekkert svæði í heiminum hefur sýnt betur fram á sjálfbæra þróun en Norðurheimskautsvæðið, svo það er mjög eðlilegt að við höldum áfram að byggja upp á svæðinu,“ segir Heiðar.

„Norðurslóðainnviðaskráin er mjög mikilvæg þegar kemur að þróun á svæðinu, því þessi leiðarvísir skýrir af hverju uppbyggingin hafi verið sjálfbær í gegnum árin, það sé vegna þess að hún er á höndum heimamanna, sem séu ákveðnir í að viðhalda sjálfbærri þróun samfélaga okkar og auðlinda. Innviðaskráin er tæki til að tryggja að slíkir staðlar séu notaðir við allar fjárfestingar á svæðinu, en notkun þeirra skipta máli fyrir heimskautasvæðið og heiminn allan til að ná besta árangrinum fyrir loftslagið, umhverfið, íbúana og fyrirtæki á heimskautasvæðinu.“